Staðreyndir um Jesús
Dave Sterrett, kristinn predikari og trúarverjandi, tók saman hugmyndir Gary Habermas um það sem nánast allir fræðimenn eru sammála um að séu sagnfræðilega réttar staðhæfingar um Jesú og fylgjendur hans:
Jesús lét lífið við rómverska krossfestingu.
Hann var grafinn, mjög sennilega í einkagrafhýsi.
Fljótlega eftir það höfðu lærisveinarnir misst allan kjark, voru syrgjandi og örvilnaðir og höfðu misst alla trú.
Komið var að grafhýsi Jesú tómu mjög skömmu eftir greftrun hans.
Lærisveinarnir hittu mann sem þeir trúðu að væri hinn upprisni Jesú.
Vegna þessarar reynslu gerbreyttist líf lærisveinanna. Þeir voru meira að segja tilbúnir til að láta lífið fyrir trú sína.
Opinber yfirlýsing um upprisu Krists kom mjög snemma fram, strax í upphafi kirkjusögunnar.
Lærisveinarnir fluttu opinberan vitnisburð sinn og predikun í Jerúsalem þar sem Jesús hafði verið krossfestur og grafinn stuttu áður.